Falcon De Luxe Hatfield House púsl
500 bita púsl frá Jumbo. Púslið sýnir ljósmyndaseríu af hinu sögufræga Hatfield setri í Hertfordshire á Englandi sem einnig er nú vinsæll ferðamannastaður og tökustaður fyrir kvikmyndir. Setrið, sem var byggt af Robert Cecil 1. jarli af Salisbury árið 1611, þykir gott dæmi um jakobínska byggingarlist. Húsið hefur alla tíð verið í eigu Cecil fjölskyldunnar. Núverandi eigandi hússins er stjórnmálamaðurinn Robert Gascoyne-Cecil, 7. markgrefinn af Salisbury.



