Forest Cathedral 1000 bitar ,

Kirkja Skógarins

Flott 1000 bita púsl frá Heye með mynd eftir listamanninn Andy Kehoe. Að eigin sögn, var hann alinn upp af iguana-eðlum á Galapagos eftir að skip föður hans sökk og hann varð skipreika þar til hann álpaðist um borð í skemmtiferðaskip. Hann segist líka hafa eytt nokkrum öldum í Rúmeníu við að drekka blóð barna og geita en eftir seinni heimsstyrjöld hafi hann bragðað á bandarískum hermanni sem hafði drukkið viskí sem honum fannst gott og ákvað því að flytja til Vesturheims. Báðar frásagnirnar má draga í efa. Verk Kehoe eru bæði ævintýraleg og drungaleg. Þar birtast yfirleitt tvær hyrndar verur (eða önnur hvor þeirra), önnur ljós og hin dökk. Þær eru annað hvort samlyndar eða aðskildar, sennilega eftir því hvernig skapari þeirra er stemmdur hverju sinni.

 

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Vörunúmer: 29881
Stærð: púslaðs púsls: 70 x 50 cm
Framleiðandi Púsls:
Listamaður púsls:
Product ID: 19628 Categories: , . Merki: , , , , .