Flottur hljóðnemi á standi með innbyggðum hátalara frá Lexibook með Frozen skreytingum. Standinn er hægt að stilla í mismunandi hæðir eftir þörfum. Einnig er hægt að festa á hann snjallsíma, t.d. til að lesa söngtexta eða taka sjálfsmyndir og á honum er ljós. Á hátalaranum er AUX tengi til að spila tónlistina sem á að syngja með. Gengur fyrir 3 AA rafhlöðum (ekki innifaldar).
Lexibook framleiðir aðallega margvísleg raftæki fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einnig leikföng og hljóðfæri fyrir börn með þekktum merkjum, s.s. Disney, Marvel, Barbie og Paw Patrol.