Jungle Race
Skemmtilegur leikur frá Goula fyrir 2-4 leikmenn, 3 ára og eldri, sem þjálfar hittni og fimi. Hægt er að spila í tveimur tilbrigðum. Í öðru þeirra skjóta leikmenn diskunum sínum í markið og safna dýraskífum eftir því hvað diskarnir hitta í mark. Í hinu tilbrigðinu er teningi kastað til að ákveða fyrir fram hvaða hluta marksins á að reyna að hitta og leikmenn keppast um að safna skífum.