Pakki með 4 púslum með mismunandi bitafjölda. Inniheldur 8, 10, 12 og 14 bita púsl. Myndirnar sýna persónur úr Disney teiknimyndinni The Good Dinosaur. Góð æfing fyrir unga og upprennandi púslara.
Mismunandi bitastærð er á púslunum og þannig getur barnið þreifað sig áfram frá því auðveldasta (8 bitar) til þess erfiðasta (14 bitar). Púslin seljast í handhægum kassa með handfangi og því auðvelt að pakka saman og taka með t.d. í sumarbústaðinn.