Casting and painting: T-Rex with skeleton
Skemmtilegur föndurpakki frá SES sem inniheldur gifs, mót, málningu og fleira til að búa til flotta grameðlu. Gifsduftinu er blandað við vatn og hellt í formið og þegar það þornað er risaeðlan losuð úr því. Þá sést öðru megin hvernig hún lítur út að utan en hinu megin sést beingrindin. Síðan er hægt að mála risaeðluna, m.a. með sjálflýsandi málningu.
Casting and Painting vörulínan frá SES býður upp á margvísleg verkefni fyrir listræn börn þar sem þau þurfa að búa til gifsfígúrur og mála þær síðan. Oft hafa vörurnar einnig menntunargildi.