Sætur púslpakki frá Educa fyrir 2-3 ára börn. Inniheldur 5 smápúsl, 3-5 bitar hvert, með myndum af persónum úr þáttunum Gurra Grís, eða Peppa Pig. Barnið getur unnið sig upp úr einfaldari púslum yfir í örlítið meira krefjandi. Stórir, þykkir og gripgóðir púslbitar.
Educa Borras er einn þekktasti spila-og leikfangaframleiðandi Spánar en forveri þess, Borras Plana, var stofnaður árið 1894. Í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á vönduðum spilum, púslum, leikjum og töfrabrelluboxum.