Spennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn, 8 ára og eldri. Í High Risk fara leikmenn í hlutverk fjallgöngufólks sem leiðir leiðangur upp á tind. Markmiðið er að koma öllum liðsmönnum sínum (peðum í sínum lit) sem fyrst á toppinn. Það getur borgað sig að fara rólega og örugglega en stundum verður að taka áhættu og feta á hættubraut – en það getur líka verið dýrkeypt.