Glæsilegt, bleikt hljómborð frá Lexibook, skreytt með myndum af einhyrningum. Hægt er að spila og taka upp, velja um hljóm úr mismunandi hljóðfærum (t.d. pínaó, orgel, trompet, bjöllur, gítar); mismunandi takta (t.d. samba, vals, diskó, blús); trommuslátt; og 22 mismunandi lög sem hægt er að læra að spila. Hægt er að stilla hljóðstyrk og hraða takts. Hljómborðið gengur fyrir 4 x AA rafhlöðum (ekki innifaldar). Inniheldur leiðbeiningar sem kenna undurstöðuatriði í hljómborðsleik (á ensku). Tilvalið fyrir byrjendur í tónmennt og aðra unga tónsnillinga.
Lexibook framleiðir aðallega margvísleg raftæki fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einnig leikföng og hljóðfæri fyrir börn með þekktum merkjum, s.s. Disney, Marvel, Barbie og Paw Patrol.