Skemmtilegt og spennandi kubbalagningaspil fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri. Hinn goðsagnakenndi arkítekt egypskra menja, Imhotep, var guð á meðal manna fyrir byggingar sínar þrátt fyrir að vera harðsvíraður. Getið þið staðið honum jafnfætis og byggð heiðruðustu byggingarnar? Til þess þarf að finna byggingarefni og flytja um langan veg með skipum á mismunandi byggingarsvæði. Einnig vilja andstæðingar klekkja hver á öðrum því allir vilja hafa besta efnið í bestu byggingarnar. Beitið herkænsku og vægðarleysi til að verða mikilmetnustu arkítektar Egyptalands.