Krefjandi samfélags- og kænskuspil.
Safnaðu uppfinningum og nýstárlegum hugmyndum til að þróa menninguna þína og gera betur en mótherjar þínir. Kænska, skipulag og dirfska eru leiðin til sigurs!
Spil eftir Carl Chudyk sem er vegferð frá steinöld til nútímans og sýnir hið mikla hugvit mannkyns. Hver leikmaður byggir upp menningarheim byggðan á ýmsum tækniþróunum, hugmyndum og menningarlegum framförum sem eru sýnd á spjöldunum. Farðu samt varlega, því aðrir leikmenn geta reynt að hagnast á hugmyndum þínum!
Til að sigra þarftu að vinna afrek með því að safna stigum eða mæta vissum stöðlum með uppfinningarnar þínar. Skipuleggðu menningarheiminn þinn vel og leiktu á andstæðingana!