Spennandi flísalagninarspil fyrir 2-4 leikmenn, 14 ára og eldri. Leikmenn leika garðyrkjumenn sem hafa fengið það krefjandi verkefni frá kónginum að rækta fallega og blómlega garða í miðri eyðimörkinni til að gleðja drottninguna. Staðsetja þarf gosbrunna skynsamlega þar sem þeir gagnast gróðursvæðum best, rækta litrík blómabeð og setja niður tré. Sá sem býr til fallegasta og gróðurríkasta garðinn vinnur og kemst í náðina hjá kónginum.