JVH Á Tökustað 1000 bitar ,

The Film Set

Skondið 1000 bita púsl frá Jumbo með mynd eftir listamanninn Jan Van Haasteren. Myndin sýnir kvikmyndatökusett þar sem verið er að taka upp stórmynd þar sem dreki kemur við sögu. En eitthvað hefur misfarist að láta alla í nágreninu vita af tökunum því þær hafa ekki hindrað folk frá útiveru á svæðinu og bóndinn lætur sér fátt um finnast og rekur sauðfé sitt af gömlum vana.

Jan Van Haasteren hefur myndskreytt ótal púsl fyrir Jumbo. Hann er þekktur fyrir skondnar og litríkar myndskreytingar, fullar af smáatriðum. Oft laumar hann sömu atriðunum inn í myndirnar, s.s. hákarlaugga, Sankti Nikulási eða sjálfsmynd. Púslarar geta skemmt sér við að leita að þessum smáatriðum. Meistarinn sjálfur er látinn en lærlingar hans hafa haldið uppteknum hætti og gleðja áfram púslara um allan heim.

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Vörunúmer: 19074
Stærð: púslaðs púsls: 68 x 49 cm
Framleiðandi Púsls:
Listamaður púsls:
Product ID: 26473 Categories: , . Merki: , , , , , .