Fitness Fanatics –
Skemmtilegt 150 bita púsl frá Jumbo með mynd af fullorðnum mönnum í fimleikasal að spreyta sig á hinum ýmsu æfingum, með misgóðum árangri. Hver sá sem sleppur út úr þessu kaótíska tými óskaddaður má prísa sig sælan! Púslið er stútfullt af skemmtilegum smáatriðum sem vekja upp kátínu.
Flestir aðdáendur Jan Van Haasteren þekkja án efa helsta einkennismerki hans, hákarlauggann, sem er að finna í öllum hans púslum. Önnur smáatriði sem birtast iðulega í púslunum hans eru: Sánkti Nikulás, hendurnar, fölsku tennurnar og sjálfsmynd af Haasteren sjálfum.