JVH Ferðasýningin 1000 bitar ,

The Holiday Fair

Skondið 1000 bita púsl frá Jumbo með mynd eftir listamanninn Jan Van Haasteren. Myndin sýnir fjölmenna ferðasýningu þangað sem folk kemur til að kynna sér áfangastaði sem það getur heimsótt í fríinu sínu. Þar má kynnast matarmenningu Ítalíu, finnskum fjöllum, sólströndum Spánar, stjörnum himingeimsins o.fl. En auðvitað er röskun á dagskránni eins og verða vill hjá Jan Van Haasteren…

Jan Van Haasteren hefur myndskreytt ótal púsl fyrir Jumbo. Hann er þekktur fyrir skondnar og litríkar myndskreytingar, fullar af smáatriðum. Oft laumar hann sömu atriðunum inn í myndirnar, s.s. hákarlaugga, Sankti Nikulási eða sjálfsmynd. Púslarar geta skemmt sér við að leita að þessum smáatriðum.

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Vörunúmer: 19051
Stærð: púslaðs púsls: 68 x 49 cm
Framleiðandi Púsls:
Listamaður púsls:
Product ID: 26470 Categories: , .