At the Dentist –
Skemmtilegt 150 bita púsl frá Jumbo með mynd af taugaveikluðu fólki á biðstofu hjá sterklega byggðum tannlækni. Allir skjálfa á beinunum, nema einn sem hefur líklega fengið eitthvað róandi, og horfa á eftir næsta sjúklingi þegar hann er borinn öskrandi inn í tannlæknastofuna…Púslið er stútfullt af skemmtilegum smáatriðum sem vekja upp kátínu.
Flestir aðdáendur Jan Van Haasteren þekkja án efa helsta einkennismerki hans, hákarlauggann, sem er að finna í öllum hans púslum. Önnur smáatriði sem birtast iðulega í púslunum hans eru: Sánkti Nikulás, hendurnar, fölsku tennurnar og sjálfsmynd af Haasteren sjálfum.



