Hljóðfærabúðin
Flott 5000 bita púsl frá Jumbo með skondinni mynd eftir Jan Van Haasteren. Það er ys og þys í hljóðfærabúðinni og starfsfólkið hefur ekki undan. Getur þú samt fundið fastagestina sem birtast reglulega á Jan Van Haasteren púslunum? Jan Van Haasteren púsl er meira en bara púsl, það er ævintýrasagnaröð með kunnuglegum persónum í aðalhlutverkum í endalausum skrípaleik með absúrdískum smáatriðum. Púsluð stærð: 157 x 107 cm.