Sígilt útileikfang frá Bex Sport fyrir alla fjölskylduna. Kubbunum er raðað á afmarkað svæði í mismunandi fjarlægð frá kaststað. Leikið er í tveimur liðum sem keppast um að fella kubbana og loks kónginn með kastkeflunum. Frábær skemmtun í útilegu, garðveislu eða hvers kyns fjölskyldusamkomu utandyra. Inniheldur vandaða og endingargóða kubba og kefli úr birkiviði sem eru dálítið léttari en hefðbundnir kubbar og henta því yngri fjölskyldumeðlimum vel.