Ævintýrið heldur áfram í þessari viðbót fyrir samvinnuspilið Legends of Andor fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri. Hetjurnar hafa sigrast á drekanum og halda nú í för í leit að stjörnuskildinum. Máttur hans er mikill og getur verið blessun eða bölvun í röngum höndum. Í þokkabót hefur sést til hungraðrar úlfahjarðar í Andor. En ef hetjunum tekst að temja forystuúlfinn, geta úlfarnir reynst góðir bandamenn í baráttunni við ill öfl sem vakna af dvala.
Ath. Spilast ekki sjálfstætt heldur sem viðbót við Legends of Andor grunnspil.