Magic Battle for Zendikar Booster ,

Þú snýrð aftur til víddarinnar Zendikar þar sem hin hræðilegu Eldrazi ógna öllum heiminum. Íbúar víddarinnar og jafnvel landið sjálf standa í vegi þeirra.

Battle for Zendikar er 68. viðbótin við Magic The Gathering söguheimin og er í sömu blokk og Oath of the Gatewatch. Markmiðið er að sigrast á Eldrazi verunum sem hafa ekkert form en ferðast á milli vídda og sjúga lífskraftinn úr öllu sem lifir.

Hver booster pakki inniheldur 15 spil sem hægt er að nota til að styrkja stokkinn sinn og hver veit nema í pakkanum leynist sjaldgæft spil eða premium spil.

Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.

Aldur:
Vörunúmer: WOCC2713
Innihald:
15 spil