Magic Core 2020 Planeswalker Deck ,

Ajani/Vivien

Core 2020 settið, er 19. core settið og inniheldur sambland af nýjum og endurprentuðum spilum. Andlit 2020 settsins er hinn mennski planeswalker Chandra Naalar. Settið fjallar lítillega um ævi hennar en hefur þó engan ákveðinn söguþráð og er því hægt að spila á marga mismunandi vegu.

Inniheldur Planeswalker stokk sem er tilvalinn fyrir þá sem eru að byrja að spila Magic The Gathering, ásamt leiðarvísum og booster pökkum. Hægt er að velja um stokka með mismunandi persónum í forgrunni: Chandra Naalar, vampírunni Sorin, dýravininum Vivien, Yanling sem getur stjórnað vindinum eða Ajani sem hefur meðfædda leiðtogahæfileika.

Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.

Aldur:
Vörunúmer: WOCC6025
Listamaður:
Innihald:
• 60 spila stokkur
• Booster pakki (15 spil)
• Spilabox
• 2 yfirlitsspil