Segulpersónupúsl
Skemmtilegt og einfalt kubbapúsl fyrir ung börn sem gengur út á að setja saman líkama og höfuð sex mismunandi persóna. Á kubbunum eru seglar sem halda persónunum saman. Auðvitað er líka hægt að leika sér með samsetninguna og setja prinsessuhöfuð á sjóræningjabúk, sem dæmi. Geymslupoki fylgir með.
Goula er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1942 og sérhæfir sig í vönduðum og fallegum leikföngum úr hágæða efnum fyrir börn á öllum aldri.