Kids First Human Body
Stórskemmtilegt og gagnlegt vísindasett frá Thames & Kosmos til að læra um mannslíkamann. Hægt er að gera 26 tilraunir sem reyna á hin ýmsu líffæri og líkamsparta. Hægt er að prófa skilningarvitin fimm sem sýna hvernig þau virka, skoða eigin líkama utan frá til að læra hvað gerist innan í honum, athuga einstök fingraför, búa til hlustunarpípu og heyra hjartsláttinn, prófa samhæfingu handa og augna, taka kitlpróf, spila lyktarminnisleik, læra um hvernig eyrun hafa áhrif á jafnvægi og margt, margt fleira.



