Frábær safnaraútgáfa af hinu sívinsæla Monopoly spili fyrir aðdáendur Fast and Furious kvikmyndabálksins. Peðin eru að sjálfsögðu í líki margvíslegra bíla. Í stað þess að keppast um að sanka að sér fasteignum, upplifa leikmenn ýmis ógleymanleg augnablik úr myndunum á ferð sinni um leikborðið, s.s. kappakstur Brians og Doms, bankaránið úr Fast Five o.fl. Samtímis reyna leikmenn að fjárfesta í bílum og bílavarahlutum en forðast gjaldþrot, skattinn og fangelsisvist!