Monopoly: HM karla í knattspyrnu Rússland 2018 , ,

Monopoly: 2018 FIFA World Cup Russia

Skemmtileg safnútgáfa af hinu sígilda og sívinsæla Monopoly, tileinkuð heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu 2018 sem fer fram í Rússlandi og eins og flestir vita er Ísland meðal keppnisþjóða.

Spilið virkar á allan hátt eins og hefðbundið Monopoly nema í stað þess að leikmenn eigi í fasteignaviðskiptum, kaupa þeir og selja fótboltaliðin sem keppa á HM og byggja sér bása og leikvelli og leikpeðin eru fótboltatengd.

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og tilvalið til að koma sér í rétta gírinn fyrir HM 2018!

Fjöldi leikmanna: 2-6
Aldur:
Útgefandi:
Innihald:
• Leikborð
• Leikpeð
• 28 afsalsbréf
• 16 hálfleiksspil
• 16 leikslokaspil
• 1 pakki af MONOPOLY peningaseðlum
• 32 básar
• 12 leikvellir
• 2 teningar