Einfalt og skemmtilegt samvinnuspil fyrir 1-6 leikmenn, 4 ára og eldri. Allir vinna saman að því að hjálpa herra Hringekju að passa upp á börnin sem ólm vilja komast í hringekjuna. Öll börnin þurfa að komast í hringekjuna áður en það fer að rigna. Ef rigningin verður of mikil þarf að loka hringekjunni og liðið tapar leiknum.
Einnig hægt að spila tilbrigði fyrir einn leikmann.