Modern Horizons 2 er spilað í svonefndu modern formatti en fylgir ekki söguþræði.
MH2 Draft Booster pakkinn inniheldur 15 spil; 1-2 rare eða mythic rare, 3-4 uncommon og 10 common og mögulega 1 traditional foil, auk tvíhliða token spjalds, bæði ný og endurprentanir.
Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.