Stoðir Jarðar
Spennandi og krefjandi verðlaunaspil fyrir 2-4 leikmenn, 12 ára og eldri, frá Thames&Kosmos, byggt á samnefndri bók eftir Ken Follett. Spilið gerist á Englandi snemma á 12. öld. Bygging við það sem á að verða glæsilegasta dómkirkja Englands, er hafin. Byggingarmenn keppast um að sýna snilli sína og skora sigurstig. Leikmenn leika byggingarmenn sem þurfa einnig að finna vinnumenn til að afla hráefnis og handverksmenn til að breyta hráefninu í sigurstig.