Pingo Pingo: Raiders of the Golden Pinapple ,

Hraður og spennandi leikur fyrir 2-5 leikmenn, 6 ára og eldri. Sjóræningjaskipið ykkar leggst að hinni ógnvænlegu Pingo Pingo eyju. Sagan segir að þar sé ógrynni af fjársjóði, þar á meðal hinn frægi gullananas. Hins vegar er líka sagt að hans sé gætt af skelfilegum hermörgæsum sem ríða risavöxnum ísbjörnum. Um leið og stigið er fæti í land byrjar trommuslátturinn… nú ríður á að vera fljótur að safna fjársjóði og lenda ekki í gildrum eða þaðan af verra!

Spilinu fylgir tónlist (geisladiskur eða spotify) sem er lykilatriði í leiknum þar sem hún mælir leiktímann og segir til hvort leikmaður má taka fjársjóð.

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 15 mín
Aldur:
Hönnuður:
Listamaður:
Útgefandi:
Innihald:
• Sjóræningjabyssa
• 10 byssuskot
• Geisladiskur
• Geimmörgæsarskotmark
• Bjarnarskotmark
• 2 grunnar fyrir hengibrýr
• Sjóræningjaskip
• 35 lífsstigaspil
• 82 ævintýraspil
• Leikreglur
Product ID: 21010 Categories: , . Merki: , , .