Sjóræningjapúsl
Flott 35 bita púsl með mynd af sjóræningja á eyðieyju. Skyldi hafa verið gerð uppreisn á skipinu hans? Púslið er í eigulegu álboxi með myndinni utan á.
Goula er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1942 og sérhæfir sig í vönduðum og fallegum leikföngum úr hágæða efnum fyrir börn á öllum aldri.