Spennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-5 leikmenn, 10 ára og eldri. Leikmenn fara aftur til Forn-Egyptalands í hlutverki meðlima ættarveldis. Þeir lifa í vellystinum og ríkidæmi en heiðra guðina með því að öðlast dýrindis steina og byggja stórfengleg grafhýsi og píramída.
Leikmenn byggja grafhýsi, safna steinum og reyna að gera sína hinstu hvílustaði sem glæsilegasta til að þóknast guðunum og vinna sér inn stig í leiðinni. Stigahæsti leikmaðurinn í leikslok sigrar.