Quedlinborgarkapphlaupið
Skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn, 6 ára og eldri. Á hverju ári, daginn fyrir stóra markaðinn, keppast börnin í Quedlinburg við að koma ýmsum dýrum áfram eftir braut, en það þarf að fóðra þau til að þau hafi orku og gefa þeim rétta blöndu af fóðri. Á leiðinni er hægt að safna rúbínum til að kaupa meira fóður en það þarf að gæta sín á draumagrasinu sem lætur dýrin sofna.