Brostu!
Skondið 1500 bita púsl frá Heye með mynd eftir listamannshjónin Doro Göbel og Peter Knorr. Myndin sýnir síki í Hollandi þar sem mikið er um að vera og umferð er þung, bæði um götur og síkið sjálft. Mikið af smáatriðum fyrir metnaðarfulla og eftirtektarsama púslara. Púslið fæst í þríhyrningslaga kassa. Plakat með myndinni fylgir með.