SES Mauraskoðun , , ,

Observing Ants

Skemmtilegt sett úr Explore vörulínu SES fyrir upprennandi líffræðinga. Fyrst þarf að búa til sérstakt mauragel og setja í tankinn og síðan ná nokkrum maurum úr garðinum til að setja í hann. Svo má fylgjast með hegðun þeirra þegar þeir vinna, sofa og eiga samskipti. Ekki þarf að gefa þeim að borða því öll næring sem þeir þurfa er í gelblöndunni.

SES Explore vörulínan inniheldur ýmis konar vörur fyrir börn sem hneigjast að raungreinum og náttúrunni. Með SES Explore vörunum geta þau rannsakað og lært um heiminn á spennandi og skapandi hátt.

Aldur:
Vörunúmer: 25084
Útgefandi:
Innihald:
• Púðurblanda
• Litarefni
• Dropateljari
• Spaði
• Teinn
• Mauratankur
• Mæliglas
• Leiðbeiningar