Sigmaringen Castle Germany 1000 pcs
Flott 1000 bita panorama púsl frá Jumbo með ljósmynd af Sigmaringen kastalanum sem stendur tígullegur á klettum á milli Swabian fjallgarðsins og Danube árinnar í Baden-Württemberg fylki í Þýskalandi.
Kastalinn var fyrst byggður á þessum stað snemma á 11. öld en hefur síðan oft verið endurbyggður og endurnýjaður. Hann var löngum í eign Hohenzollern konungsfjölskyldunnar sem var við völd frá 1535-1850 á svæðinu sem tilheyrði ýmist þýsku smáríki, Prússlandi og þýsku keisaradæmi. Í dag eru þar safnasýningar.