Jólapúsl 2022
Skondið og skemmtilegt 1000 bita púsl með íslensku jólasveinafjölskyldunni.
Jólasveinafjölskyldan fer út í skóg til að velja sér jólatré, jafnvel nokkur, sem munu prýða hellinn þeirra um jólin. Allir njóta sín vel í útivist á fallegum vetrardegi, nema e.t.v. jólakötturinn…
Frábært jólapúsl fyrir alla fjölskylduna!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.