Spennandi spæjarasett frá SES. Barnið leikur spæjara sem reynir að leysa eftirfarandi ráðgátur; hver var í byggingunni þegar bankaránið var framið? Hverjum tilheyrir fótsporið við afgreiðsluna í sælgætisbúðinni? Hver á fingraförin á ól stolna hvolpsins? Og hver hinna grunuðu hefur sömu blóðtýpu og þá sem fannst á risaeðlubeininu eða glerbrotinu í kjarnorkutilraunastofunni? Spæjarinn notar límband til að loka af vettvang glæpsins, rannsakar með stækkunargleri og öðrum áhöldum og tekur blóðsýni til að finna sökudólginn.



