Vinsæll og skemmtilegur sumarleikur sem hentar vel úti við í góðu veðri. Hann snýst um að kasta kúlnapari af tilteknum lit á grind með 3 þrepum og fá kúlurnar til að vefja sig fastar á grindina í réttu þrepi. Hvert þrep gefur mismörg stig og sá sem fyrstur nær 21 stigi vinnur.
Leikhlutirnir eru vandaðir og endingargóðir, gerðir úr gúmmíviði og lakkaðir.
2 leikmenn, 5 ára og eldri.