Einföld og skemmtileg útgáfa af Stratego fyrir unga Disney aðdáendur. Hentar 2-6 leikmönnum, frá 4 eða 6 ára aldri. Hægt er að spila tvo miserfiða leiki, Stratego Quest (fyrir 4 ára og eldri) eða Stratego Triumph (fyrir 6 ára og eldri). Markmið beggja leikjanna er þó hið sama; að vera fyrstur til að komast á síðustu röð leikborðsins og ná að fanga fjársjóðskistu andstæðingsins!