Ofurleirbollakökur
Skemmtilegur föndurleir til að búa til sætar bollakökur. Hægt er að nota meðfylgjandi áhöld til að móta kökurnar og búa til skraut á þær. Inniheldur leir með jarðaberjalykt (en leirinn er afskaplega saltur svo ólíklegt er að börn vilji borða hann). Leirinn þornar ekki upp á meðan unnið er með hann.
Leirvörulína SES býður upp á margs konar skemmtileg föndurverkefni þar sem leir er í aðalhlutverki, ásamt aukahlutum. Hægt er að fá leirpakka með ilmandi leir og glitrandi leir svo eitthvað sé nefnt.