Viðbót við samvinnuspilið The Big Book of Madness fyrir 2-5 leikmenn, 12 ára og eldri. Eins og áður eru leikmenn nemendur í galdraskóla þar sem þeir hafa óvart sleppt skrímslum lausum úr galdraskræðunum. Fanga þarf skrímslin og koma þeim aftur í bækurnar án þess að missa vitið. Viðbótin geymir fleiri skrímsli, ásamt nýjum atriðum, s.s. myrkraefni og fælni.
ATH: Spilast ekki sjálfstætt, heldur sem viðbót við grunnspilið.