Viðbót við spilið The Taverns of Tiefenthal sem spilast með grunnspilinu. Hægt er að spila mismunandi tilbrigði eitt í einu eða nokkur í einu en það er afar krefjandi að blanda þeim öllum saman. Tilbrigðin eru Vínkjallari, Gestaherbergi, Barþjónar og Fyrirskipanir og hverju þeirra fylgja sér íhlutir; spil, spjöld og merki sem bætt er við grunnspilið. Einnig fylgja 36 nýir aðalsmenn sem kráareigendur reyna að lokka á kránna sína.