Þýskaland við þarsíðustu aldamót… Reykurinn er merki um komu 4:15 lestarinnar frá Nuremberg til Munich lestarstöðvarinnar. Dynurinn í vélunum hækkar og endar í langdregnu hvæsi þegar lestin stöðvast við brautarpallinn. Einkennisklæddir dyraverðir eru á þotum við að afferma farangur á meðan farþegar stíga frá borði. Á brautarpallinum á móti er togað í spotta og flauta hljómar sem merki um að önnur lest sé að leggja af stað á næsta áfangastað: Berlín, höfuðborg þýska heimsveldisins.
Í Ticket to Ride Germany byggir þú eigið lestarkerfi til að tengja borgirnar á farmiðunum þínum. Gættu þess að andstæðingarnir flækist ekki fyrir þér og klekktu á þeim með því að safna verðmætum farþegapeðsónum úr borgum á undan þeim.
Eins og önnur Ticket to Ride spil er auðvelt að læra á það og er frábært fyrir fjölskyldur sem og reyndari leikmenn.
Ticket to Ride Germany er sjálfstætt spil sem krefst ekki upprunalega spilsins.
Fyrir 2-5 leikmenn, 8 ára og eldri.