Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna!
Hér er Ticket to Ride spilað með spilum en ekki leikborði. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum á milli borga og spilum með myndum af lestum á þeim. Tilgangurinn er að safna sem flestum stigum með því að tengja lestarleiðir á milli borga með lestarspilunum. Einnig er hægt að ræna spilum af öðrum leikmönnum og skora aukastig með stórborgarbónusspilunum. Frábært spil sem er auðvelt að læra og spennandi að spila.