Skemmtilegur samstæðuleikur þar sem leikmenn keppast um að vera fyrstir til að mynda samstæður úr 5 eins myndum en myndirnar sýna ýmsar persónur, verur og vélmenni úr Star Wars heiminum. Mynda má raðir lárétt, lóðrétt og á ská og nota spilin til að klekkja á andstæðingum.