Þríhyrningspúsl: Burtreiðar Kanínanna
Flott 1000 bita púsl frá Heye með mynd eftir franska listamanninn François Ruyer. Myndin sýnir miðaldarsenu af burtreiðum en allir þátttakendur eru kanínur (nema hestarnir…). Púslið fæst í þríhyrningslaga kassa og því fylgir veggmynd með sömu mynd.