Tvenna Harry Potter , , , , , ,

Dobble: Harry Potter

Sérðu tvöfalt eða hefur einhver lagt álög á augun þín?

Einfalt, fjörugt og skemmtilegt spil fyrir aðdáendur Harry Potter sem hægt er að spila á marga vegu. Fyrir 2-8 leikmenn, 6 ára og eldri.

Tvenna Harry Potter inniheldur 55 spjöld með myndum af hinum ýmsu persónum, verum og hlutum úr sögunum og kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Munið að alltaf er einungis ein mynd eins á hverjum tveimur spjöldum!

Hægt er að spila spilið á marga vegu og með því fylgja leiðbeiningar fyrir fimm gerðir örspila en markmiðið er alltaf það sama: er að vera fyrst/ur að finna myndina sem er eins á tveimur spjöldum. Myndirnar geta verið misstórar og staðsettar á ólíkum stöðum á spjöldunum sem gerir það erfitt fyrir vik að koma augu á þær. Hvert spjald er einstakt og hefur aðeins eina mynd sem er sameiginlegt með öllum öðrum spjöldum í stokknum.

Hægt er að spila örspilin í fyrirfram ákveðinni röð, á handahófskenndan hátt, eða sama spilið er spilað aftur og aftur. Hraði, eftirtektarsemi, snerpa er aðalatriðið í öllum örspilunum en aðalatriðið er þó að allir skemmti sér!

Tvenna Harry Potter er í fyrirferðalitlu álboxi og því tilvalið ferðaspil sem lítið mál að taka með sér hvert sem er!

Accio Tvenna Harry Potter!

Fjöldi leikmanna: 2-8
Leiktími: 15 mín
Aldur:
Stærð pakkningar: 9,5 x 9,5 x 4,3 cm
Útgefandi:
Innihald:
• 55 spjöld
• leikreglur
Product ID: 21560 Categories: , , , , , , . Merki: , , , .