Skemmtileg einfölduð útgáfa af hinu vinsæla spili Ubongo fyrir 1-4 börn, 5 ára og eldri. Allir leikmenn leggja samtímis út dýraflísarnar sínar á spjöldin sín eins fljótt og þeir geta. Sá fjótasti kallar ‘Ubongo’ og tekur gimsteina úr pokanum. Hinir halda áfram þar til tíminn rennur út á stundaglasinu. Í leikslok sigrar sá sem á verðmætasta gimsteinasafnið. Hægt að velja um 2 erfiðleikastig.