Wasgij jólaálfur – 1000 bitar.
Aðfangadagskvöld er gengið í garð og allt tilbúið og afslappað og friður jólanna er allsráðandi á verkstæði jólasveinsins, eða hvað? “Óvæntan gest” ber að garði og það er nú ekki lítið hvað hann vekur sterk viðbrögð þetta jólakvöld. Hver gæti það verið sem kemur öllum í slíkt uppnám? Það er þitt verkefni að komast að því…
Stórskemmtilegt og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki lokaútkomu heldur gefur vísbendingu um hana. Sá sem púslar þarf því að nota ýmindunaraflið til að leysa gátuna. Ögrunin felst í því að lokaútkoman er í raun ekki sú sama og myndin utaná kassanum en sýnir þess í stað sjónarhorn persónanna sem þar eru.
Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara!



