Öldubrjótur
Öldurnar rísa og þú ert langt úti á sjó í litlum rauðum bát. Þrautin: Finndu opna leið að heimahöfn þinni áður en áhöfnin gerir uppreisn. Raðaðu bátunum á lituðu öldurnar eins og þrautaspjaldið segir til um og reyndu svo að ná höfn í gegnum ógnvænlegar öldurnar. Leikurinn var upphaflega gefinn út undir nafninu Stormy Seas árið 1997 og er einn af bestu rökleikjum ThinkFun.